Metþátttaka var í IceWear Bombunni í gær sem var haldin á frábærum Jaðarsvelli í einmuna blíðu. Alls voru 216 skráðir í mótið í ár og voru það þeir Richard Taehtinen og Helgi Gunnlaugsson sem sigruðu mótið á -17. Richard og Helgi spiluðu með eindæmum vel og segja menn sem sáu að alltof oft hafi þeir ekki einu sinni þurft að fara inn á flatirnar til að koma boltanum í holuna. Ólafur Auðunn Gylfason gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18.holunni og óskum við honum til hamingju með það. Almennt var skorið gott og mikið um tilþrif.
Úrslit IceWear Bombunar:
1. Richard Taethinen og Helgi Gunnlauggson -17
2. Böðvar Þórisson og Petrína Freyja Sigurðardóttir -14
3. Kristinn H Svanbergsson og Jón Birgir Guðmundssson -14
4. Guðrún Sigurðardóttir og Steinmar Rögnvaldsson -13
5. Baldur Ingi Karlsson og Benedikt Guðni Gunnarsson -12
Næst holu:
4.hola - Harpa Frímannsdóttir 270cm
8.hola - Böðvar Þórisson 45cm
11.hola - Bergur Jónmundsson 59cm
14.hola - Gústaf Gústafsson 107cm
18.hola - Ólafur Gylfason HOLA Í HÖGGI!
Lengsta drive á 15. braut - Óskar Páll Valsson
Við viljum þakka IceWear kærlega fyrir þeirra aðkomu og frábært áralangt samstarf, einnig þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá sem flesta að ári.