Miðvikudagsmótaröð GA 2015
Miðvikudagsmótaröð GA 2015 verður leikin alla miðvikudaga í sumar.
Mótaröðin hefst þann 3. Júní og
lýkur með veglegu lokamóti þann 2. September.
Mótaröðin er opin fyrir alla kylfinga, hugsuð til að hvetja til frekari þáttöku í mótum og
stuðla þannig að góðum anda innan kúbbsins og bættum árangri. Unglinga- og afrekshópar GA munu einng taka þátt í
mótaröðinni og er þeim raðað sérstaklega í holl.
Leikin verður punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar, í flokkum karla, kvenna og unglinga (19 ára og yngri).
Stig eru veitt fyrir árangur í hverju móti fyrir sig og verða stigameistarar GA krýndir eftir lokamótið í haust.
- Skráning á golf.is fyrir kl. 12:00 á Þriðjudögum
- Rástímar frá kl. 16:30-18:00. Unglingum raðað í holl frá kl. 15:00-15:30
- Þáttökugjald 1.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir 19 ára og yngri
- Vallargjald greiðist af kylfingum utan GA
- Leiknar eru 18 holur
- 3 verðlaun veitt í öllum flokkum, í hverju móti, í punktakeppni með forgjöf
- 1 verðlaun veitt í öllum flokkum, í hverju móti, í höggleik án forgjafar
- Næstur holu á 18. holu í hverju móti
Veitt eru 10 stig fyrir sigur, 9 stig fyrir 2. sætið, 8 stig fyrir 3. sætið o.s.frv. í öllum flokkum (með og án forgjafar) og
stigameistari í hverjum flokki er sá kylfingur með flest stig eftir sumarið.
Mætum öll og gerum okkur glaðan dag á golfvellinum í sumar!