Miðvikudagsmótaröð FootJoy og Fabrikkunnar
Miðvikudagsmótaröð FootJoy og Fabrikkunnar verður leikin alla Miðvikudaga hjá GA í sumar.
Mótaröðin hefst þann 1. júní og lýkur með veglegu lokamóti laugardaginn þann 3. september.
Mótaröðin er opin fyrir alla kylfinga með forgjöf 36,0 og lægra.
Nýtt í ár er að rástímar og leikfélagar eru frjálsir þannig að hægt er að spila hvenær sem er yfir daginn og með hverjum sem er (lágmark 2 í holli)
Þú bókar einfaldlega þinn rástíma eins og venjulega, greiðir mótsgjaldið og færð þá sérstakt skorkort sem svo er skilað inn í kassann að leik loknum.
Reglur:
- Spilað á Miðvikudögum – Ath. ekki leikið miðvikudagana 6/7 og 20/7, vegna annarra móta.
- Leiknar eru 18 holur, karlar á gulum teigum og konur á rauðum teigum.
- Leikin er punktakeppni m. forgjöf sem og höggleikur án forgjafar.
- Alls 13 mót en aðeins 8 bestu hringirnir telja til stigameistara. Samanlagðir punktar eða högg.
- ATH. Rástímar og leikfélagar eru frjálsir, lágmark 2 saman í holli.
- Þú bókar sjálf/ur þinn rástíma á golf.is, eins og um venjulegan hring sé að ræða
- Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í mótið sjálft, en kennitölu keppanda verður að skrá á skorkortið
- Við greiðslu mótsgjalds í afgreiðslu fær maður stimplað skorkort sem skila skal undirrituði að leik loknum í skorkorta-kassann.
- Börnum og unglingum raðað sérstaklega í holl 14:30-15:30
- Mótsgjald greiðist fyrir leik, 1.000 kr. Frítt fyrir U21 ára
- Vallargjald greiðist af kylfingum utan GA, fyrir leik
- 3 flokkar, karlar, konur og unglingar (U21)
- Verðlaun í hveju móti í öllum flokkum: 1. og 2. sætið í punktakepni m. forgjöf og 1. sætið í höggleik án forgjafar. Einnig næstur holu á 18. Öll verðlaun má nálgast í golfverslun GA.
- Veglegt lokamót verður haldið 3/9 með sérstökum verðlaunum frá FJ og Fabrikkunni fyrir stigameistara sumarsins í hverjum flokki (Ath. einungis hægt að vera stigameistari í einum flokki)
Mætum öll á miðvikudögum og gerum okkur glaðan dag á golfvellinum í sumar!
|