Nú í dag hófst Íslandsmót golfklúbba 15-18 ára á Jaðarsvelli og á sama tíma eru 14 ára og yngri að keppa á Hellu.
GA er með fimm sveitir í þessum mótum, tvær í 14 ára og yngri drengja, eina í 18 ára og yngri stúlkna, eina í 16 ára og yngri drengja og eina í 18 ára og yngri drengja.
Í morgun var leikinn höggleikur hjá drengjunum og fór það svo að GA-A sveitin í 14 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og endaði efst í höggleiknum og GA sveit B endaði í 8. sæti og eru þær því saman í riðli á mótinu og mætast einmitt í fyrsta leik sem var að fara í gang nú rétt í þessu. Hér er hægt að fylgjast með gangi mála. Í sveit GA-A eru þeir: Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley og Egill Örn Jónsson. Í GA-B eru þeir: Askur Bragi Heiðarsson, Bjarki Þór Elíasson, Kristófer Áki Aðalsteinsson, Óskar Pálmi Kristjánsson, Dagur Kai Konráðsson og Jóakim Elvin Sigvaldason. Við óskum strákunum góðs gengis og verður gaman að fylgjast með framvindu mála frá Hellu næstu dagana.
Hér á Jaðarsvelli hófst morguninn á höggleik hjá drengjunum og varð sveit GA U18 í 2.sæti í höggleiknum og GA U16 endaði í 6. sæti. Holukeppnin hjá drengjunum var svo að fara af stað þar sem GA U18 mætir liði GR og GA U16 mætir sveit Mosfellsbæjar. GA U18 sveitina skipa þeir: Veigar Heiðarsson, Valur Snær Guðmundsson, Ragnar Orri Jónsson, Ólafur Kristinn Sveinsson og Heiðar Kató Finnsson. Sveit GA U16 skipa þeir: Finnur Bessi Finnsson, Patrekur Máni Ævarsson, Skúli Friðfinnsson, Viktor Skuggi Heiðarsson, Vilhjálmur Ernir Torfason og Elvar Þór Guðbjarnason. Hér má fylgjast með stöðu mála hjá strákunum.
Stelpurnar í U18 sveit GA hvíldu í morgun þar sem ekki var leikinn höggleikur hjá þeim og hófu þær leik nú eftir hádegi á móti GM-A sveitinni og má búast við hörkukeppni í stúlknaflokknum. Sveit GA skipa þær: Bryndís Eva Ágústsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir, Björk Hannesdóttir og Ragnheiður Svava Björnsdóttir. Hér má fylgjast með gangi mála hjá stelpunum.
Við óskum krökkunum okkar góðs gengis á komandi dögum og hvetjum GA félaga til að fylgjast með og líta við upp á Jaðar og fylgjast með þeim sem eru að keppa hér á heimavelli.