Nóg að gera í nýju inniaðstöðunni

Nú hefur nýja inniaðstaðan á Jaðri verið opin í þrjár vikur og fara bókanir mjög vel af stað. Fullt var um jólahátíðarnar og byrja svo nýju föstu tímarnir í dag og verður margt um manninn á Jaðri. 

Gestir geta verslað sér veitingar hjá Jaðar Bistro á meðan það er í golfi en grillið þar er opið eftirfarandi tíma*:
Mánudagur: 11:30-14:00 / 17:00-20:00
Þriðjudagur: 11:30-14:00 / 17:00-20:00
Miðvikudagur: 11:30-14:00 / 17:00-21:00
Fimmtudagur: 11:30-14:00 / 17:00-21:00
Föstudagur: 11:30-19:00
Laugardagur: 11:00-19:00
Sunnudagur: 11:00-19:00
* Hægt er að versla kaffi, drykki og slikkerí á opnunartíma inniaðstöðunnar þó að grill sé ekki opið.