Lokamót Norðlensku mótaraðarinnar
Þann 12. September verður fjórða og síðasta mótið haldið á Jaðri. Leikfyrirkomulag er höggleikur án forgjafar og allir undir 10 í forgjöf hafa þáttökurétt. Ræsing byrjar kl.11 og skráning er á golf.is.
Einnig verður sett upp liðakeppni þar sem 3 aðilar skipa lið. Raðað verður í liðin eftir forgjöf og það lið sem skilar inn besta heildarskori sigrar.
Veitt verða verðlaun fyrir mótið og krýndur stigameistari í lokahófi sem haldið verður í kjölfar mótsins og hefst það kl.20 upp í golfskálanum á Jaðri. Konni kokkur sér um að elda kjöt frá Kjarnafæði ofan í mannskapinn og um tónlistina sér DJ golf;)
Verðskrá fyrir lokahóf
-Þeir sem hafa sótt 3 eða fleiri mót á mótaröðinni þurfa ekki að greiða fyrir mat á lokahófinu.-Þeir sem sótt hafa 2 mót greiða 1000 kr. fyrir matinn-þeir sem hafa sótt eitt mót greiða 2000 kr.fyrir matinn -Makar greiða 2000 kr. fyrir matinn.Skráning í mat hjá Óla Gylfa í síma: 6599815 fyrir kl. 12:00 föstudaginn 11 sept.
Fjölmennum nú í síðasta mótið og mössum þetta svo í skemmtilegum félagsskap um kvöldið;)