Norðurlandsmótaröðin - Úrslit

Um helgina lauk keppni í norðurlandsmótaröð karla og kvenna á glæsilegum golfvelli okkar Akureyringa að Jaðri.

Keppnin var bæði jöfn og spennandi ef undan er skilin meistaraflokkur kvenna en þar voru úrslit í heildarkeppni ráðin fyrir lokamótið, úrslit voru eftirfarandi.

Meistaraflokkur karla

1. Heiðar Davíð Bragason GÓ 69 högg

2. Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ 71 högg

3. Fylkir Þór Guðmundsson GÓ 76 högg

1. flokkur karla

1. Björn Auðunn Ólafsson GA 73 högg

2. Víðir Steinar Tómasson GA 74 högg

3. Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 74 högg

Kvennaflokkur

1. Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 89 högg

Krýndir voru norðurlandsmeistarar í glæsilegu verðlaunahófi síðar um kvöldið. Jón Vídalín sá til þess að enginn færi svangur heim með því að töfra fram dýrindis kvöldverð fyrir keppendur og gesti þeirra.

Norðurlandsmeistari í meistaraflokki karla varð Fylkir Þór Guðmundsson, en hann spilaði jafnt og gott golf í öllum fimm mótunum, enda verið duglegur að æfa sig. Hann er vel að þessum sigri kominn.

Röð efstu manna í sumar var eftirfarandi:

Meistaraflokkur karla

1. Fylkir Guðmundsson GÓ

2. Ólafur Gylfason GA

3. Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ

Fyrsti flokkur karla

1. Víðir Tómasson GA

2. Konráð Þorsteinsson GA

3. Anton Þorsteinsson GA

Meistaraflokkur kvenna

1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA

2. Stefanía Elsa Jónsdóttir GA