Á morgun, föstudag, munum við opna nýja völlinn okkar, Dúddisen völlinn.
Völlurinn er sex holur, allar holur par 3 og sjáum við fyrir okkur að þarna geti kylfingar æft stuttu högginn og mun völlurinn einnig gegna lykilhlutverki í barna- og unglingastarfi okkar næstu árin.
Við munum selja árgjöld á völlinn fyrir 19.000 krónur og geta kylfingar þá æft sig eins og þeir vilja á vellinum og fær sig mögulega upp í aðild á stóra völlinn ef áhugi og vilji er fyrir. Fyrst um sinn verða aðeins fimm holur opnar og mun daggjaldið á völlinn vera 1.500 krónur, kylfingar geta komið inn á skrifstofu og greitt gjaldið áður en haldið verður út á völl.
Kúluvél mun vera stödd við Klappir þar sem kylfingar setja kúlurnar sínar í og munu þá fara á teigtíma þegar röðin er komin að þeim.
Sjálfur Stefán Haukur Jakobsson, Dúddisen, mun slá fyrsta höggið á vellinum á slaginu 13:00 og mun að eigin ósk fá mulligan ef fyrsta höggið fer ekki eins og best verður á kosið. Hvetjum við GA félaga til að koma og fylgjast með stórkylfingnum slá og spreyta sig svo á vellinum. Góður tími fyrir GA félaga að nýta sér litla völlinn núna þegar Íslandsmót eldri kylfinga er í gangi og völlurinn mikið lokaður.