Nýja inniaðstaðan opnar 16. desember

Nú er einungis vika í að GA félagar og aðrir gestir geta fengið að njóta þess að spila golf í nýju inniaðstöðunni okkar á Jaðri. 

Unnið er að því að setja golfherma 3-6 inn á boka.gagolf.is og geta félagsmenn þá bókað sig í þá herma ásamt hermi 1 og hermi 2 sem verða einnig á staðnum. Ljóst er að nýja inniaðstaðan okkar verður algjör leikbreytir fyrir vetrargolfið á Akureyri og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur á Jaðri allt árið um kring. 

Hægt verður að óska eftir föstum tímum í golfhermana og er það gert með því að senda fyrirspurn á jonheidar@gagolf.is, fastir tímar í nýju aðstöðunni munu byrja mánudaginn 6. janúar. Boðið verður upp á fasta tíma í þrjá herma og munu því alltaf verða þrír aðrir hermar lausir í bókun. Hægt er að bóka tvær vikur fram í tímann á boka.gagolf.is. 

Hér að neðan má sjá verðskránna og er tilvalið að versla jólagjöfina í golfhermana hjá GA.