Endurskoðaðar golfreglur eru gefnar út á fjögurra ára fresti, nú um áramótin tóku í gildi nýjar og endurbættar reglur sem gilda til 31. des. 2015.
R&A og USGA yfirfara golfreglurnar reglulega. Golfreglunefndir þessarra samtaka eru alltaf starfandi. Endurskoðaðar golfreglur hafa verið gefnar út á fjögurra ára fresti síðan 1972 og nú tóku nýjar reglur gildi um áramótin. Þær munu gilda til 31. des. 2015. Breytingarnar nú eru ekki mjög margar, en sumar þeirra eru býsna mikilvægar.
Hér verður farið yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið.