Þriðjudagskvöldið 22.maí var fyrsta nýliðakvöld GA þetta sumarið.
Mæting fór fram úr björtustu vonum nýliðanefndar, það mættu 30 nýjir félagar og spiluðu ásamt vönum GA félögum 9 holur, leikið var skv. Texas scramble fyrirkomulagi það er að báðir kylfingar slá frá sama stað þegar betri boltinn hefur verið valinn. Mælist þetta form vel fyrir hjá nýjum félögum. Veðrið lék við kylfinga og voru síðustu að koma í hús um kl. 10.
Næsta nýliðaspil er þriðjudaginn 5. júní, skráning í skála eða með tölvupósti á netfang GA gagolf@gagolf.is
þessi kvöld eru öllum nýjum félögum opin svo og þeim sem hafa verið að koma á námskeið hjá Óla í vetur/vor.
Nýliðanefnd vill þakka frábæra mætingu nýrra félaga og þeim GA félögum sem komu og spiluðu með.