Ólafur Auðunn Gylfason hefur tekið við allri golfkennslu hjá Golfklúbbi Akureyrar frá 1. janúar 2010.
Öll kennsla mun verða með óbreyttu sniði til að byrja með. Boginn verður opinn öllum á sama tíma á þriðjudögum og fimmtudögum eins og verið hefur og mun Ólafur verða á staðnum. Allar æfingar unglinga byrja um miðjan mánuðinn og kemur tilkynning fljótlega á unglingasíðunni varðandi niðurröðun tíma í Golfbæ.
Ólafur tekur við af David Barnwell sem nú hefur haldið á vit ævintýra hjá frændum vorum Norðmönnum. Óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og Ólafi óskum við góðs gengis í nýju starfi hjá GA.