Opna mulligan texas mótið næsta laugardag!

Nú verður stuð næsta laugardag. 29.september.

Opna Mulligan texas mótið verður um helgina - mótið var gríðarlega vinsælt í fyrra og hlökkum við til að halda það aftur. Ætlum að reyna að keyra mótið í gegn - veðrið er alltaf betra en spár segja til um :) Við þurfum að ná 40 manns til að mótið verði haldið. 

2 saman í liði - SHOTGUN START AF ÖLLUM TEIGUM KL.10:00 Því eru rástímar bara til að skrá sig saman í holl. 

Við ætlum aðeins að hrista upp í hefðbundnum golfreglum í þetta skiptið. Hvert lið má einu sinni á hringnum fá einn mulligan (auka tilraun) og einnig má kasta kúlunni einu sinni í stað þess að slá hana með golfkylfu. Þetta má bæði í upphafshöggi og á braut. Það má ekki nota kastið inn á gríni.

Á nokkrum holum vallarins verða tvær holur og mega kylfingar ráða hvora holuna þeir klára.

Þetta verður stemning!

Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf. 

 

Konur og 70 ára og eldri og 14 ára og yngri spila á rauðum teigum.

 

Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28. 

 

Verðlaun eru veitt fyrir 3 efstu sætin ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 holum vallarins og næstur holu í tveimur höggum á 16. og næstur holu í þremur höggum á 3. 

 1. sæti.  Titleist Vokey Wedge og hamborgaramáltíð fyrir tvo á Hamborgarafabrikkunni

2. sæti. Arctic Open peysa + birdie áfylling á Klappir 

3. sæti. 10.000 króna gjafabréf á Strikið/Bryggjuna + par áfylling á Klappir 

 

Mótsgjald 3500 krónur á mann. 

Verðlauna er hægt að vitja á skrifstofu GA frá og með mánudeginum 1. október.