Nú höfum við opnað inn á grín á 2. og 10. og munum við um helgina opna inn á 12 grín og 14 grín.
Holurnar sem eru opnar eru því 1-4, 7-15 og svo 18.
Vetrargrín verður á gamla gríninu á 13. braut og vetrarhola við 50 metra hælin á 15.braut, holan verður síðan á forgrínuna á 18.
Það verða því 14 holur sem hægt er að spila um helgina og horfir til bjartra tíma. Um næstu helgi er stefnan sett á að opna inn á holur 16 og 17 og enn fleiri grín og því full ástæða fyrir félaga að fyllast tilhlökkunar.
Sjáumst um helgina!