Opnunarmót Jaðarsvallar verður haldið sunnudaginn 28. maí en spilaðar verða 18 holur af fyrirtaksgolfi.
Eins og margir vita kom völlurinn einstaklega vel undan vetri og hefur á þessum árstíma sjaldan litið betur út.
5.000kr kostar í mótið og eru veitt verðlaun fyrir efstu fjögur sætin í punktakeppni og nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum vallarins.
Karlar leika af teigum nr. 54 (gulum) og konur af teigum nr. 45 (rauðum) og karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri leika einnig af teigum 45.
Hæst er veitt leikforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Skráning í mótið fer fram á golfbox og skrá kylfingar sig sjálfir á rástíma. https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4016095
Við hvetjum sem flesta til að skrá sig í fyrsta mót sumarsins og byrja sumarið almennilega í mótahaldi.