Örvar Samúelsson hefur verið valinn í hóp til þátttöku í æfingaferð á vegum GSÍ.
Örvar Samúelsson hefur verið valinn í hóp til þátttöku í æfingaferð á vegum Golfsambands Íslands til Spánar 23. nóvember. Hópurinn mun dvelja í vikutíma á Arcos Gardens golfvellinum.
12 unglingar hafa verið valdir til þátttöku í æfingaferð á vegum Golfsambands Íslands til Spánar 23. nóvember. Hópurinn mun dvelja í vikutíma á Arcos Gardens vellinum þar sem Birgir Leifur Hafþórsson náði svo frábærum árangri á úrtökumótinu í síðustu viku. Staffan Johansson, landsliðsþjálfari og Arnar Már Ólafsson, unglingalandsliðsþjálfari, verða með hópnum á Spáni. Arnar Már segir að þessi ferð sé til að gefa yngri kylfingum tækifæri á að æfa við bestu aðstæður á þessum árstíma. Þetta væri samstarfsverkefni Arnars Más og Staffans og hafi þeir valið liðið í sameiningu.
Hópurinn sem fer til Spánar er skipaður eftirtöldum kylfingum:
Andri Már Óskarsson Hellu
Axel Bóasson GK
Örvar Samúelsson GA
Guðmundur Kristjánsson GR
Rúnar Arnórsson GK
Haraldur Franklin GR
Theodór Sölvi Blöndal GO
Eygló Myrra Óskarsdóttir GKG
Signý Arnórsdóttir GK
Berglind Björnsdóttir GK
Jódís Bóasdóttir GK
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR