Fjölmennt púttmót var haldið í dag í boði Freyju - fjöldi páskaeggja í verðlaun og fékk hver keppandi páskaegg í "teiggjöf"
Helstu úrslit: Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson með 27 pútt Í kvennaflokki sigraði Jónasína Arnbjörnsdóttir með 29 pútt, í opna flokknum var það Tumi Hrafn Kúld sem sigraði, í 2. sæti var Þorvaldur Jónsson og í 3. sæti Ævarr Freyr Birgisson allir voru þeir með 28 pútt.
Tumi og Þorvaldur voru jafnir og þurfti úrskurð dómara til að útkljá hvor fengi 1. sætið, eftir að talið var til baka eftir öllum settum reglum golfleiksins þá þurfti að varpa hlutkesti og þar hafði Tumi betur.
Flesta ása í mótinu hafði Stefán Einar Sigmundsson eða 9 talsins og hlaut hann sérstök verðlaun fyrir það.
Glæsileg páskaegg frá Freyju voru í verðlaun og viljum við þakka þeim stuðninginn.