Um helgina héldum við Ping Jaðarsmótið sem er hluti af unglingamótaröð GSÍ og heppnaðist mótið stórvel. Við viljum þakka Ping á Íslandi og ÓJK-ÍSAM fyrir samstarfið á mótinu.
123 þátttakendur voru skráðir til leiks í mótið, þar af voru 21 frá Golfklúbbi Akureyrar.
Á föstudaginn spiluðu 17-21 árs flokkurinn og síðan spiluðu allir flokkarnir laugardag og sunnudag og lauk mótinu um 8 leytið á sunnudagskvöldi. Hér má sjá efstu þrjú sætin í öllum aldursflokkum:
14 ára og yngri stúlkur
1. sæti: Eva Fanney Matthíasdóttir GKG 81-79 +18
2.sæti: Björk Hannesdóttir GA 84-80 +22
2.sæti: Lilja Maren Jónsdóttir GA 79-85 +22
14 ára og yngri drengir
1.sæti: Arnar Daði Svavarsson GKG 70-73 +1
2.sæti: Hjalti Kristján Hjaltason GM 75-73 +6
3.sæti: Máni Freyr Vigfússon GK 78-73 +9
15-16 ára stúlkur
1. sæti: Auður Bergrún Snorradóttir GM 78-77 +13
2.sæti: Pamela Ósk Hjaltadóttir GM 77-80 +15
3.sæti: Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 84-76 +18
15-16 ára drengir
1. sæti: Guðjón Frans Halldórsson GKG 70-
2.sæti: Snorri Hjaltason GKG 75-73 +6
2.sæti: Hjalti Jóhannsson GK 73-75 +6
17-21 árs stúlkur
1.sæti: Elsa Maren Steinarsdóttir GL 83-77-78 +25
2.sæti: Dagbjört Erla Baldursdóttir GM 81-80-87 +35
3.sæti: Kara Líf Antonsdóttir GA 85-80-85 +37
17-21 árs drengir
1. sæti: Veigar Heiðarsson GA 72-77-71 +7
2.sæti: Valur Snær Guðmundsson GA 74-71-77 +9
3. sæti: Skúli Gunnar Ágústsson GA 77-73-73 + 10
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir og hlökkum til að sjá ykkur á Jaðarsmótinu aftur á næsta ári.