Er sjálfstraustið ekki nógu gott á flötunum?
Viltu treysta pútternum betur?
Einar Lyng PGA golfkennari kemur í heimsókn og verður með Sam Put Lab System tæki með sér. Þetta tæki er mjög öflugt þegar kemur að því að greina pútt. Tækið segir til um það hvort þú sért að hitta boltann á réttan stað, hversu stöðug púttstrokan þín er, hvernig pútter þú átt að nota ásamt ýmsu öðru.
Einar og Brian verða á svæðinu á fimmtudaginn næstkomandi 12. des milli 19:00 og 22:00. Einnig verða þeir við á föstudaginn. 13. des frá 15:00 - 19:00
Pútterinn er sú kylfa sem kylfingar nota mest og því nauðsynlegt að vera með traustan og góðan pútter og hafa púttstrokuna í lagi.
Brian golfkennari verður einnig á svæðinu og mun aðstoða kylfinga við að vinna úr þeim gögnum sem þeir fá frá Sam Put Lab System.
Gjaldið er 4000 krónur á mann. Innifalið í því er lestur á púttstrokunni þinni í Sam Put Lab og aðstoð frá Brian varðandi það hvernig þú vinnur úr þeim upplýsingum sem þú varst að fá ásamt stuttri æfingu á púttflötinni.