Samúel Gunnarsson
Púttmeistari GA 2008.
Í dag voru veitt verðlaun fyrir púttmót vetrarins. Púttmeistari GA 2008 var Samúel Gunnarsson á 179 púttum. Ólafur Gylfason var
í öðru sæti á 188 púttum og Vigfús Ingi Hauksson í því þriðja á 191 pútti. Púttmeistarinn hlaut að
launum gjafabréf frá Strikinu. Verðlaun voru veitt fyrir hvert einstakt mót og voru þau frá Svefn og heilsu og Greifanum. Mót þessi voru haldin til
styrktar unglingastarfi GA og vill unglingráð þakka öllum þeim sem komu að þessum mótum, keppendum, styrktaraðilum og mótshöldurum. Alls
tóku 105 manns þátt í mótum vetrarins - sumir hverjir í öllum mótunum.