Í karla flokki án forgjafar sigraði Davíð Jónsson GS, Birgi Haraldsson GA eftir bráðabana á 18. braut á 73 höggum og í 3. sæti var Magnús Björn Sigurðsson GR á 77 höggum.
í karlaflokki með forgjöf sigraði Ísak Kristinn Harðarson úr GA á 68 höggum, í 2. sæti var Ingi Torfi Sverrisson GA á 71 höggi og í 3. sæti Patrekur Ragnarsson GR á 71 höggi.
Í kvennaflokki án forgjafar sigraði Guðný Óskarsdóttir úr GA á 91 höggi og í 2. sæti var Anna Freyja Eðvarðsdóttir GA á 93 höggm og Aðalheiður Guðmundsdóttir GA í 3. sæti líka á 93 höggum.
Í kvennaflokki með forgjöf sigraði Margrét Aðalsteinsdóttir GO á 72 höggum, í 2. sæti var Anna Freyja Eðvarðsdóttir GA á 73 höggum og í 3. sæti á 75 höggum Aðalheiður Guðmundsdóttir GA.
Lengsta teighögg á 2. braut átti Guðný Óskarsdóttir
Næst holu á 4. braut og á 18. braut var Gunnlaugur Magnússon úr Go en hann var 2,38 m frá á 4. braut og gerði sér svo lítið fyrir og fór holu í höggi á 18 braut.
Á 11 braut var Jón Vignir Karlsson næstur 2,49 m frá.
Vill Golfklúbbur Akureyrar þakka Re/max Akureyri fyrir frábært mót og glæsileg verðlaun.
Þátttakendur voru 101 og var spilað í rjómablíðu hitinn yfir 20 °C
Önnur úrslit á www.golf.is
Forgjafarfl. I | 9 (10%) |
Forgjafarfl. II | 28 (30%) |
Forgjafarfl. III og IV | 53 (60%) |
Kylfingar með 35 punkta eða meira | 7 (8%) |
CSA leiðrétting | +2 |