Kæru GA félagar
Rekstur ársins gekk vel, mikil ásókn var í rástíma og GA félagar hafa aldrei spilað jafn mikið golf á Jaðarsvelli og í sumar eða 17.346 hringi. Alls voru spilaðir 25.326 hringir á Jaðarsvelli sem er það þriðja mesta frá upphafi.
Mótahald ársins gekk frábærlega og helst ber að nefna okkar fjóru árlegu stórmót, Arctic Open, IceWear bombuna, Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA og Höldur/Askja Open. Hvert þeirra með yfir 200 þátttakendur sem er frábært ásamt fjöldan allann af öðrum mótum hér í sumar.
Tekjur námu 202,9 m.kr. samanborið við 210,6 m.kr árið áður sem er 4% lækkun á heildartekjum. Rekstrargjöld voru alls 183,2 m.kr. samanborið við 178,6 m.kr. árið áður en þau hækkuðu um 3%.
Ebitda af rekstri var 31 m.kr. á móti 42 m.kr árið áður og lækkar því um 26% en er samkvæmt áætlun rekstrarárs 2022. Hagnaður af rekstri GA eftir fjármagnsliði er því 14 m.kr.
Gaman er að benda á að rekstrarniðurstaða er 1 m.kr frá uppsettri áætlun fyrir árið 2022
„Ljóst er að starf GA gengur vel, félagsmenn mega því vel við una og hlakka til komandi ára. Áfram verður metnaðarfullt starf á vellinum þar sem rafmagnsvæðing sláttuvéla og týnsluvéla ásamt minniháttar framkvæmdum á vellinum honum til enn meiri bóta. Lagt verður upp með að koma til móts við sem flest getustig, teigum fjölgað fyrir byrjendur og eldri kylfinga ásamt enn frekari viðhaldi á umhverfi flata líkt og gert var í sumar við góðan árangur."
„Hafin er undirbúningsvinna vegna viðbyggingar við golfskálann, mun hún hýsa inniaðstöðu GA fyrir herma og púttflöt. Mikilvægt er að hafa alla starfsemi á einum stað og því íþróttaiðkun á Jaðri allt árið um kring. Er það von okkar að slík aðstaða geti risið hér innan skamms tíma og mun sú aðstaða gjörbreyta allri aðstöðu og rekstri GA."
„Áfram þarf þó að stíga varlega til jarðar og huga að hagkvæmni, ábyrgum rekstri og árangursríkum framfaraskrefum. Við hjá GA höfum frábært starfsfólk, sjálfboðaliða og félagsmenn sem mig langar að þakka fyrir gott ár og hlakka til nýs árs." - Steindór Kristinn Ragnarsson framkvæmdastjóri GA
Við minnum GA félaga á aðalfund okkar sem verður haldinn í Golfskálanum á Jaðri fimmtudaginn 15.des kl 20:00
Fundurinn verður þar til gert pappírslaus og hvetjum við fundargesti til að kynna sér gögnin hér:
Ársskýrsla GA 2022
Ársreikningur GA 2022