Ryder keppni GA fór fram á laugardaginn þar áttust við bláa og rauða liðið.
Ákveðið var að skipta um fyrirkomulag á keppninni að því leyti að ekki var um keppni á milli karla og kvenna að ræða heldur var skipt í 2 lið þar sem jöfn skipting var á körlum og konum. Var þetta gert til að gera keppninga jafnari og skemmtilegri.
Rauða liðið bar sigur úr bítum, jafnt var eftir tvímenning 6 á móti 6 vinningum einum vinning munaði í fjórmenning 3 1/2 á móti 2 1/2.
Fyrirliðar liðanna voru þau sem sigruðu undankeppnina í vetur.
Sigurður Samúelsson fór fyrir rauða liðinu hann sigraði með 237 pútt og Jónasína Arnbjörnsdóttir fór fyrir bláa liðinu en hún sigraði kvennaflokkinn með 250 pútt.
Rauða liðið skipuðu auk Sigurðar þau Guðný Óskarsdóttir, Guðlaug M. Óskarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Anna Einarsdóttir, Valdimar Freysson, Jason Wright, Hallur Guðmundsson, Sigþór Haraldsson, Vigfús Ingi Hauksson, Halla Sif Svavarsdóttir og María Pétursdóttir
Bláa liðið skipuðu auk Jónasínu þau Eiður Stefánsson, Rúnar Pétursson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Anton Ingi Þorsteinsson, Þórunn Anna Haraldsdóttir, Haraldur Júlíusson, Stefán M. Jónsson, Unnur Hallsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Hanney Árnadóttir og Brynja Herborg Jónsdóttir
Ennfremur var keppt í sérstakri liðakeppni samhliða Rydernum og var það lið sem sigraði skipað Valdimar Freyssyni, Hirti Sigurðssyni, Vigfúsi Inga Haukssyni og Antoni Inga Þorsteinssyni samanlagt á 94 höggum, 3 bestu skor töldu.