Eftirfarandi tekið upp af www.golf.is af heimasvæði LEK þar sem Helgi Daníelsson skrifar:
Úr Kylfingi, sem kom út í nóv. 1983. Það er GR sem gefur blaðið út. Þar er frásögn af Íslandsmótinu í golfi árið 1961, sem fram fór á Akureyri. Keppendur í mótinu voru 47 talsins frá Akureyri, Reykjavík og Vestmannaeyjum og aðeins karlar tóku þátt í mótinu. Af þessum 47 keppendum voru aðeins 6 í flokki eldri kylfinga. Það má geta að Akureyringar hirtu öll verðlaunin í mótinu. Gunnar Sólnes vann í meistaraflokki, Bragi Hjartarson í 1. flokki, Sævar Gunnarsson í 2. flokki og í flokki eldri kylfinga sigraði Hafliði Guðmundsson með og án forgjafar. Í flokki eldri kylfinga voru aðeins leiknar 18 holur, Þá voru leiknar 72 holur í meistara og 1. flokki, en 36 í 2. flokki.
Sigursælir Akureyringar fyrr og nú...........