Arctic Open verður haldið dagana 20.-21. júní næstkomandi. Mótið er það stærsta hingað til í yfir 30 ára sögu þess en um 300 kylfingar eru skráðir til leiks. Golfklúbbur Akureyrar hefur átt einstakt samstarf með dyggum sjálfboðaliðum í gegnum árin og langar okkur að óska eftir þeirra krafti nú við framkvæmd Arctic Open 2024. Til að golfmót að þessari stærðargráðu gangi sem best eru fjöldinn allur af verkefnum sem þarf að leysa og sinna. Öll aðstoð er þegin, stór sem smá.
Verkin eru ýmis, óskað er eftir aðstoð við eftirfarandi:
Þeir sem hafa áhuga á að leggja fram hjálparhönd og skrá sig á vaktir mega hafa samband við skrifstofu GA í síma 462-2974 eða skrifstofa@gagolf.is
Kveðja
GA