Skemmdir unnar á nýrri 17. flöt.
Unnið var mikið tjón á golfbílum, sláttuvélum, vinnubílum og nýrri flöt Golfklúbbs Akureyrar síðastliðna
nótt. Lögreglan rannsakar málið en svo virðist sem vanir menn hafi verið á ferðinni því einhverskonar búnaður var notaður til
að brjóta upp kveikjulás í fjórum tækjum sem voru síðan keyrð um svæðið og skemmd.
Steindór Kristinn Ragnarsson, vallarstjóri GA segir að augljóst sé að tilgangurinn hafi einungis verið að skemma.
Einnig var reynt að stela bensíni af dælu sem stendur við vélarskemmu Golfklúbbsins.