Nú um helgina verður styrktarmótð SKÍ Open, en Skíðasamband Íslands stendur fyrir þessu glæsilega golfmóti. Mótið fer fram laugardaginn, 19. júlí næstkomandi. Leikfyrirkomulag er Texas scramble, en þar spila tveir saman í liði. Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 6 efstu sætin auk nándarverðlauna og verðlauna fyrir lengsta teighögg á 15. braut.
Verðlaun
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum
Lengsta teighögg
Auk þess verða fjöldi happdrættis vinninga dregnir úr skorkortum að móti loknu!
Hægt er að skrá sig á golf.is eða í síma 462-2974
Mótsgjald er 5.000kr á mann.
Vonumst til að sjá sem flesta :)