SKÍ Open -styrktarmót

Nú um helgina verður styrktarmótð SKÍ Open, en Skíðasamband Íslands stendur fyrir þessu glæsilega golfmóti. Mótið fer fram laugardaginn, 19. júlí næstkomandi. Leikfyrirkomulag er Texas scramble, en þar spila tveir saman í liði. Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 6 efstu sætin auk nándarverðlauna og verðlauna fyrir lengsta teighögg á 15. braut.

Verðlaun

  • 1.sæti: 2x Gjafabréf uppá 80.000 kr. frá 66°Norður
  • 2.sæti: 2x Skíðaferð - Gisting á Hótel KEA, bílaleigubíll frá Höldur og lyftupassi í Hlíðarfjall
  • 3.sæti: 2x Dolce Gusto kaffivél ásamt kaffi frá Nescafé
  • 4.sæti: 2x Setberg golfjakki frá 66°N
  • 5.sæti: 2x Vetrarkort í Hlíðarfjall veturinn 2014/2015
  • 6.sæti: 2x Grettir peysa frá 66°N

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum

  • 4. hola - Dúsin af Titleist DT SoLo kúlum frá Símanum og rauðvín og hvítvín frá Piccini
  • 6. hola - Kerrulúffur frá Símanum og kassi af Egils Gull
  • 11. hola - Titleist handklæði frá Símanum og rauðvín og hvítvín frá Piccini
  • 14. hola - Titleist handklæði frá Símanum og kassi af Tuborg
  • 18. hola - FootJoy golfskór frá Eagle

Lengsta teighögg

  • 15. braut - Kerrulúffur frá Símanum og rauðvín og hvítvín frá Piccini

Auk þess verða fjöldi happdrættis vinninga dregnir úr skorkortum að móti loknu!

Hægt er að skrá sig á golf.is eða í síma 462-2974

Mótsgjald er 5.000kr á mann.

Vonumst til að sjá sem flesta :)