Skólaheimsóknir á Klappir

Nú í sumar hafa grunnskólar á Akureyri verið duglegir að kíkja í heimsókn á Jaðarsvöll og fá golfkennslu hjá golfkennurum okkar þeim Heiðari Davíð og Stefaníu Kristínu.

Lundarskóli kíkti í morgun í rjómablíðunni með 6. bekk í íþróttatíma og var vel tekið á móti þeim og mátti sjá gríðar stórt bros á andlitum krakkana sem og kennara þegar þeir fengu að munda kylfurnar og slá boltum ofan af Klöppum. Í sumar hafa Naustaskóli, Lundarskóli og Brekkuskóli komið á Klappir með nemendur sína og fengið kennslu.

Í vetur fór Heiðar Davíð yfirgolfkennari okkar í heimsókn í nær alla grunnskóla Akureyrar auk Þelamerkurskóla og kynnti golfíþróttina fyrir þeim og hefur verið góð aukning í yngri kylfingum sem æfa golf í kjölfarið. Margir skólar kíktu einnig í heimsókn í Golfhöllina í vetur og fengu auka kennslu þar sem áhuginn var hvað mestur. 

Við hjá GA tökum ávallt vel á móti nýjum krökkum sem hafa áhuga á golfi og er um að gera að mæta á nokkrar æfingar og prufa að kostnaðarlausu. Við útvegum kylfur og kennslu í hæsta gæðaflokki.

Æfingatöflu má sjá hér

Ef frekari upplýsingar eru í sambandi við æfingar, æfingagjöld eða annað er foreldrum bent á að hringja í 462-2974 eða senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is