Þá er skráning hafin í Höldur/Askja Open en undanfarin ár hefur verið uppselt í mótið í byrjun sumars! Mótið er haldið dagana 16-17 ágúst.
Skráning er hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4322354
Skráning fer fram á golfbox og kostar 12.900kr í mótið á manninn. Gjald þarf að greiða við skráningu á netinu og er óendurkræft eftir 1. júní 2024.
Innifalið í mótsgjaldi eru mótshringirnir tveir, teiggjöf frá Höldur ásamt lokahófi á laugardagskvöldinu.
- Mótið er opið punktamót með 7/8 af grunnforgjöf en hæst er gefin forgjöf 18 (einn punktur á holu) . Mótið er 36 holur. Sömu rástímar báða dagana.
- Karlar leika af gulum teigum, öldungar karla,70 ára og eldri, drengir 14 ára og yngri og konur af rauðum teigum.
- Hringirnir í mótinu gilda til forgjafar.
- Tveir leikmenn mynda lið. Leikinn er betri bolti, þ.e. aðeins skor betri leikmanns telur á hverri holu. Við útfyllingu skorkorts skal fylla inn skor beggja leikmanna. Aðeins betri boltinn telur á hverri holu.
- Verði tvö lið eða fleiri jöfn í verðlaunasæti þá skal reikna punkta á seinni hring. Ef enn er jafnt eftir seinni 18 holur skal reikna síðari 9. holur, þá 6.,3.,2., og 1. Verði liðin enn jöfn skal skal varpa hlutkesti. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í keppni um aukaverðlaun, skal varpa hlutkesti.
- Hámarkstími á umferð er 4 klst og 30 mín. Farið er eftir reglu 6-7 um leiktöf.. Víti fyrir að brot reglu er; Fyrsta brot-eitt högg; annað brot – tvö högg; seinna brot – frávísun.,(regla 6-
- Einungis geta þeir kylfingar hlotið verðlaun sem eru fullgildir meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi innan GSÍ.
- Að öðru leyti gilda almennar móta- og keppendareglur GSÍ
- Athugið að sömu rástímar eru báða dagana