Skráningu lýkur í Volkswagen Open mótið í dag klukkan 18:00 en mótið fer fram föstudaginn 18. ágúst og laugardaginn 19. ágúst . Eins og fram hefur komið þá eru ennþá nokkur laus pláss í mótið og því um að gera að skrá sig. Það er hægt að skrá sig í gegnum golf.is eða með því að hringja á skrifstofu GA, Sími:462 2974. Glæsileg verðlaun eru í boði og má sjá þau hér fyrir neðan.
Verðlaun fyrir fimm efstu sætin
Nándarverðlaun og lengsta drive:
Nándarverðlaun á 4. braut báða daga:
10.000 króna gjafabréf á RUB 23 ásamt Titleist lúffum
Nándarverðlaun á 11. braut báða daga:
10.000 króna gjafabréf á Bryggjunni ásamt Titleist lúffum
Nándarverðlaun á 18. braut báða daga:
Farsími frá Vodafone ásamt Titleist lúffum
Lengsta drive á 15. braut báða daga:
10.000 króna gjafabréf á Strikinu ásamt Titleist lúffum
Lokahóf:
Verðlaunaafhending og happdrætti í golfskálanum laugardaginn 19. ágúst kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:00