Spennandi rannsókn á áhrifum sálfræðilegra þátta í frammistöðu í golfi

Ertu kylfingur með forgjöf 5,5 eða undir? (Karlmenn) eða 8,5 og undir (Konur) og ert 18 ára eða eldri?

Sálfræðideild HA, Íþróttafræðideild HR, PGA Ísland og Golfsamband Íslands leita að kylfingum til að taka þátt í spennandi rannsókn á áhrifum sálfræðilegra þátta á frammistöðu í golfi.

Þátttakendur munu svara spurningalistum og taka þátt í þremur stöðluðum frammistöðuprófum í golfhermi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort og þá hvernig sálfræðilegir þættir hafa áhrif á frammistöðu kylfinga. Þátttakendur geta fengið niðurstöður sínar úr frammistöðuprófunum og er boðið upp á sérstakan kynningarfyrirlestur um niðurstöður rannsóknarinnar og öflugar sálfræðilegar aðferðir til að bæta leik sinn.

Við höfum nú þegar mælt 20 af bestu kylfingum landsins en nú vantar okkur fleiri kylfinga með forgjöf:
* Karlmenn undir 5,5 í forgjöf
* Konur undir 8,5 í forgjöf

Mælingar fara fram í golfhöllinni við Skólastíg dagana 18.-20. október og allir þátttakendur verða með í lukkudrætti þar sem fimmtán heppnir fá gjafabréf í golfbúð upp á 10.000 kr!

Rannsóknin krefst þess að þátttakandi mæti á staðinn í u.þ.b. eina klukkustund.

Hér er svo hlekkur til að skrá sig:
https://forms.gle/WE1J7SEH632n6fT86