Þessi vetur hefur verið snjóléttur okkur golfurum til mikillar ánægju :)
Staðan á Jaðri er því heilt yfir bara nokkuð góð. Það var byrjaður að myndast klaki á flestum flötum vallarins í kringum jól og áramót og er hann núna að mestu leyti farinn.
Steindór, Gussi og Biggi fóru af stað í byrjun síðustu viku með gatarann og unnu á klakanum á þeim flötum sem hann var hvað mestur og skilaði það virkilega góðum árangri í hlýindunum í gær.
Eins og staðan er núna eru flatir 4, 6, 14 og 16 með nokkuð af klaka á sér og er áætlunin að fara af stað á morgun og vinna á honum.
Aðrar flatir eru að mestu leyti alveg auðar og líta virklega fallega út.