Nú á dögunum var gengið frá ráðningu Stefaníu sem aðstoðargolfkennara GA.
Stefanía hefur undanfarin sumur starfað hjá GA og séð um golfskólann sem og ýmsar aðrar æfingar og hefur staðið sig virkilega vel.
Stefanía hefur stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin ár ásamt því að spila og æfa golf með skólaliðinu. Nú er hún flutt aftur heim og hefur tekið við stöðu aðstoðargolfkennara GA. Það hefur verið mikill vöxtur í golfkennslunni hjá okkur og orðið nauðsynlegt að bæta við golfkennara.
Stefanía mun líkt og áður sjá um golfskóla GA sem og æfingar hjá yngri iðkendum GA.
Hún mun svo hefja nám í PGA golfkennaraskólanum í vetur.
Bjóðum við Stefanía velkomna til starfa :)