Stjórn og nefndir 2018

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar er áætlaður í byrjun janúar og verður haldinn á Jaðri. Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða en fundurinn verður auglýstur formlega í lok mánaðarins.

Einnig samkvæmt lögum félagsins er hér með óskað eftir framboðum til stjórnar og formennsku . Skulu framboð berast fyrir 20.desember næstkomandi. Áhugasamir skulu senda tölvupóst á steindor@gagolf.is og mun kjörnefnd í framhaldinu taka til starfa.

6. grein

Stjórn klúbbsins skipa 5 menn:  Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Þeir skulu kosnir með handauppréttingu á aðalfundi eða skriflega sé þess óskað. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, þannig að þrir eru kosnir annað hvert ár. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo varamenn í stjórn til eins árs. Gangi einhver úr stjórn áður en kjörtíma hans lýkur skal 1. varamaður taka sæti hans til næsta aðalfandar og þannig koll af kolli. Boði aðalmenn í stjórn forföll þegar stjórnarfundur skal afgreiða mikilsverð mál skulu varamenn kallaðir til að taka sæti þeirra. Varamönnum skal að jafnaði heimil seta á stjórnarfundi með málfrelsi en ekki atkvæðisrétti. Stjórnarmenn má endurskjósa gefi þeir kost á sér.

 Aðalstjórn skipuðu árið 2017:
Formaður: Sigmundur Ófeigsson
Varaformaður: Jón Steindór Árnason
Ritari: Ingi Torfi Sverrisson, Skúli hefur gegnt þessari stöðu frá því i mars síðastliðnum eftir að Ingi Torfi sagði sig úr stjórn.
Gjaldkeri: Guðlaug M. Óskarsdóttir
Meðstjórnandi: Örn Viðar Arnarson

 Varamenn í stjórn
1. varamaður Sigurður Skúli Eyjólfsson
2. varamaður Eygló Birgisdóttir

 Þeir stjórnarmenn sem voru kosnir á síðasta aðalfundi til tveggja ára eru eftirfarandi: Jón Steindór Árnason, Guðlaug María Óskarsdóttir og Örn Viðar Arnarsson.

 Einnig sækjumst eftir að fá duglega meðlimi kúbbsins í nefndir klúbbsins. Þ.e.a.s afreksnefnd, vallarnefnd, kappleikjanefnd, kvennanefnd, forgjafanefnd, arctic open nefnd og að lokum meistarmótsnefnd.

 Allt saman mjög skemmtilegar nefndir sem hjálpa alveg gríðarlega til í öllu starf klúbbsins.

F.H. Golfklúbbs Akureyrar

Steindór Kr. Ragnarsson