Fimmtudaginn 26. apríl fór í fyrsta sinn fram Styrkjadagur Sparisjóðs Norðlendinga. Sparisjóðurinn hefur dyggilega stutt við íþróttafélög og menningu á undanförnum árum með það að markmiði að auðga og bæta mannlíf á svæðinu. Styrkþegar fengu viðurkenningu fyrir sitt mikilvæga framlag til samfélagsins í þágu íþrótta, menningar og lista. Golfklúbbur Akureyrar var einn þeirra sem hlaut viðurkenningu. Boðið var upp á veitingar og tónlistaratriði á Veitingastaðnum Parken.
Var þessi mynd tekin við það tækifæri
Rúnar Antonsson varaformaður GA, Halla Sif framkvæmdastjóri GA, Sigrún Skarphéðinsdóttir þjónustustjóri og Fjóla Björk Karlsdóttir markaðsfulltrúi og sölustjóri sparisjóðsins.