Styrktarmót barna- og unglingastarfs GA sunnudaginn 26. september

Á sunnudaginn verður styrktarmót fyrir barna- og unglingastarf GA haldið á Jaðarsvelli.

Spiluð er punktakeppni með forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin í mótinu ásamt verðlaunum fyrir 14, 28 og 50.sætið. Hámarksforgjöf er veitt 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar 70 ára og eldri geta spilað á rauðum og drengir 14 ára og yngri, aðrir karlar eru á gulum teigum og konur á rauðum teigum. 

Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum vallarins. 

4.500kr kostar í mótið og rennur allur ágóði rennur til barna- og unglingastarfs GA. 

Skráning hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3120774

Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma en rástímar eru í boði frá 8:30-12:30 á sunnudeginum.