Styrktarmót fyrir Veigar Heiðarsson

Styrktarmót fyrir Veigar Heiðarsson verður haldið á Jaðarsvelli sunnudaginn 22. september.

Spilað er punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun í tveimur flokkum. Annars vegar þeir sem eru með 30 í forgjöf og meira og hins vegar fyrir þá sem eru með 29,9 og minna. Einnig eru veitt verðlaun fyrir þrjú bestu skorin í höggleik án forgjafar. Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum vallarins.

30+ í forgjöf. Punktakeppni m/fgj
1.sæti: Örninn golf gjafabréf 25.000kr + rástími fyrir fjóra hjá GR
2.sæti: Galaxy buds2 + rástími fyrir tvo hjá Keili
3.sæti: ITS Macros grunnnámskeið + Skógarböðin fyrir tvo
Síðasta sæti: Golfkennsla, 3 tímar hjá Óla Gylfa

29,9 og lægra í forgjöf. Punktakeppni m/fgj
1.sæti: Örninn golf gjafabréf 25.000kr + rástími fyrir fjóra hjá GR
2.sæti: Galaxy tab + rástími fyrir tvo hjá Keili
3.sæti: ITS Macros grunnnámskeið + Skógarböðin fyrir tvo
4.sæti: Rástími fyrir fjóra hjá GOS + Skógarböðin fyrir tvo
5.sæti: Rástími fyrir tvo hjá NK + Titleist derhúfa
6.sæti: Rástími fyrir tvo hjá NK
Síðasta sæti: Golfkennsla, 3 tímar hjá Heiðari Davíð

Höggleikur án forgjafar
1.sæti: Titleist players 4 burðarpoki + Rástími fyrir tvo hjá Oddinum
2.sæti: Rástími fyrir tvo hjá Oddinum + LaugarSpa fyrir tvo
3.sæti: Rástími fyrir fjóra hjá GOS

Nándarverðlaun eru rástímar fyrir tvo hjá GKG, NK eða GM.

Karlar leika af teigum 54, konur, karlar 70+ og drengir 12 ára og yngri leika af teigum 45.

Mótsgjald er 8.000kr.

Veigar hefur verið að keppa mikið erlendis á árinu og stefnir á fjölda móta á næsta tímabili erlendis. Hann hefur gert munnlegan samning við East Tennesse háskólann í Bandaríkjunum og hefur þar nám haustið 2025. Háskólinn er með sterkt golflið og endaði í 19. sæti í háskólagolfinu síðasta vetur. Veigar tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitla í ágúst mánuði þar sem hann varð bæði Íslandsmeistari unglinga í höggleik og í holukeppni.

Við hvetjum kylfinga til að tryggja sér rástíma í þetta glæsilega mót sem allra fyrst.

Mótsstjórn áskilur sér réttar til að þjappa saman í ráshópa ef þörf er á.