Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 10. september. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var mikið fjör á vellinum.
Til að fá rástíma í mótinu þarf að senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is eða hringja í síma 462-2974 - 6.500kr kostar í mótið! Skráning hér
Vegleg verðlaun eru fyrir efstu þrjúsætin ásamt verðlaunum fyrir neðsta sætið.
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum vallarins og lengsta drive á 15. braut. Hægt verður að kaupa aukabolta á 18. teig til að reyna við stórglæsileg nándarverðlaun.
Lokahóf verður í veitingaskálanum á Jaðri kl.18:30 fyrir alla keppendur á mótinu og í framhaldi af því hefst síðan barsvar (pub-quiz) upp á Jaðarsvelli kl.19:00 áður en kynningarkvöld handknattleiksdeildar KA og KA/Þór hefst kl.20:00 sem allir keppendur eru velkomnir á.
Spilað er Texas Scramble, höggleikur með forgjöf. Hæsta vallarforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Leikforgjöf liðs er samanlögð vallarforgjöf kylfinga deilt með 3.
Athugið að ef kylfingar hafa ekki verið skráðir í golfklúbb fá þeir 24 eða 28 í forgjöf í mótinu, annars er stuðst við síðustu virku forgjöf leikmanna.
Karlar 15-69 ára spila af gulum teigum, konur, 14 ára og yngri og 70 ára og eldri spila af rauðum teigum.
Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessu stórskemmtilega móti.