Styrktarmót körfuknattleiksdeildar Þórs verður þann 5.september og myndi hefjast kl.9:00 (hægt að byrja fyrr ef óskað er eftir því) og fram eftir degi eftir þörfum.
Mótið verður betri bolti punktakeppni, nándarverðlaun á öllum par 3 holum næst holu á 3 braut í þriðja höggi. Næst miðlínu á 16 braut. Vegleg nándarverðlaun á 18 holu með möguleika á kaupum á aukabolta á þá holu (telst ekki til spilbolta, aðeins til nándarverðlauna).
Hugsanlega verður hægt að kaupa drive af atvinnumanni á 15 braut (kemur í ljós þegar nær dregur, unnið er í þessu máli og útfærslu).
2 Holur á 8 og 14 og ræður viðkomandi hvora holuna hann nýtir og næst holu gildir bara fyrir hvora sem er aðeins einn er næstur holu.
Mótið snýst um að hafa gaman og er til styrktar KKd.þórs. Athugið að ekki er nauðsynlegt að vera í klúbbi til að taka þátt í mótinu.
Mótsgjald er 6.000.-kr.
Útfærsla á deilitölu og forgjöf verður ákveðin rétt fyrir mótið.