Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í gær Íslandsmeistari í Sveitakeppni öldunga í karlaflokki. GA vann GR, í úrslitaleik. Keppnin fór fram á Hólmsvelli í Leiru.
GA vann GR með 3,5 vinningum gegn 1,5. Keilir Hafnarfirði varð í þriðja sæti.
Í sveit GA voru þeir Guðmundur Lárusson liðstjóri, Björgvin Þorsteinsson, Viðar Þorsteinsson, Haraldur Júlíusson, Sævar Gunnarsson, Skúli Ágústsson, Þórarinn B. Jónsson og Gunnar Sólnes.
Til hamingju strákar !!!!
Kvennasveitin okkar hafnaði í 8. sæti. Sveitina skipuðu þær Sunna Borg liðstjóri, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Guðný Óskarsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Sólveig Erlendsdóttir og Þórunn Haraldsdóttir.