Drengir 18 ára og yngri
Dagur 1: Strákarnir lentu í öðru sæti í höggleiknum og unnu síðan GKG 3-0 í fyrstu umferð.
Dagur 2: Strákarnir unnu GV í morgun 2-1, Stefán Einar vann sinn leik 1/0, Arnór Snær 4/3 en fjórmenningurinn með þá Aron Elí og Aðalstein tapaði 5/4. Strákarnir mæta GM í næsta leik en eru nú þegar komnir í undanúrslit. Þeir héltu uppteknum hætti og sigruðu GM 2-1 og unnu því sinn riðil. Stefán og Fannar unnu 1/0, Arnór Snær tapaði 1/0 og Kristján Benedikt vann 4/3. Strákarnir mæta GR A í úrslitaleiknum á morgun!
Drengir 15 ára og yngri
Dagur 1: GA-A lenti í 5.sæti í höggleiknum og vann síðan GR-B 2-1 í fyrstu umferð. GA-B lenti í 19.sæti í höggleiknum
Dagur 2: GA-A tapaði í morgun í morgun á móti GKG 3-0, Mikael Máni og Óskar Páll töpuðu fjórmenningnum 5/4 og Lárus sínum leik 4/2. Gunnar Aðalgeir gat ekki keppt vegna meiðsla, vonandi verður hann klár í næsta leik. GA-B tapaði sínum leik einnig 2-1, Starkaður og Skúli Jr. töpuðu fjórmenningnum 4/2 og Björn Torfi sínum leik 6/5, Brimar Jörvi vann sinn leik örugglega 5/4.
GA-A vann GK-A í öðrum leik dagsins 2,5-0,5. Mikael og Óskar gerðu jafntefli í fjórmenningi, Gunnar Aðalgeir vann sinn leik 7/6 og Lárus Ingi vann sinn leik 2/0. Strákarnir spila því um þriðja sætið á morgun. Þess má til gamans geta að Lárus Ingi gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á lokaholunni í leiknum, til hamingju með það Lárus!
GA-B tapaði sínum leik 3-0 á móti GV, Starkaður og Björn Torfi töpuðu fjórmenningnum 8/7, Skúli Jr. tapaði sínum leik 3/2 og Brimar tapaði 6/5.
Stúlkur 18 ára og yngri
Dagur 1: Stelpurnar töpuðu fyrsta leik 2-1 fyrir GM og unnu síðan GKG 3-0 í annarri umferð.
Dagur 2: Stelpurnar sigruðu GS í þriðju umferð 2/1. Amanda vann sinn leik 4/3 og Snædís og Heiðrún unnu fjórmenninginn 8/7. Andrea tapaði sínum leik 6/5, þær mæta síðan GR í næstu umferð. Stelpurnar töpuðu 2/1 á móti GR í seinni leik dagsins, Andrea tapaði 4/3, Amanda 5/3 en fjórmenningurinn vann 6/5. Þær Snædís og Heiðrún unnu alla sína leiki í keppninni, frábærlega gert.
Eldri kylfingar 2.deild kvenna
Dagur 1: Stelpurnar unnu Setbergið 3-0 í fyrstu umferð og sigruðu síðan GB 2-1 í annarri umferð.
Dagur 2: Þær eru í fantaformi stelpurnar okkar og unnu GVG 3-0 í morgun! Unnur og Gunna unnu fjórmenninginn 2/1, Þórunn sinn leik 2/1 og Halla Sif gerði sér lítið fyrir og vann sinn leik 7/6. Þær mæta GO í undanúrslitum seinna í dag. Stelpurnar töpuðu 2-1 á móti GO í dag, Unnur vann sinn leik 2/1, Þórunn tapaði 5/4 og fjórmenningurinn með þær Höllu og Gunnu tapaðist á 20. holu, gríðarlega svekkjandi en stelpurnar búnar að standa sig mjög vel.
Eldri kylfingar 1.deild karla
Dagur 1: Strákarnir unnu Öndverðarnes 3-2 í fyrsta leik en töpuðu síðan 4-1 á móti GR í annarri umferð.
Dagur 2: Strákarnir unnu Golfklúbbinn Leyni 4-1 í fyrsta leik dagsins. Tóti og Leifur töpuðu fjórmenningnum 2/1 en allir hinir leikirnir unnust. Viðar vann á 20. holu, Björgvin 7/6, Jón Gunnar 2/0 og Jón Þór 5/4 sem þýðir að strákarnir eru komnir í undanúrslit! Vel gert.
Strákarnir töpuðu á móti Oddinum 3-2 í undanúrslitum og leika því um þriðja sætið á morgun. Vigfús og Albert töpuðu fjórmenningnum 1/0, Viðar tapaði 2/1 og Jón Gunnar 1/0. Björgvin vann á 19.holu og Jón Þór vann 5/3. Það mátti ekki miklu muna hjá strákunum en nú er bara að berjast á morgun og taka þriðja sætið.