Það var vaskur hópur vinnufúsra félaga í GA sem mætti í trjáklippingu í ágætisveðri laugardaginn 27 mars, mættir voru 8 karlar og 1 kona auk framkvæmdastjóra sem sá um að þeir sem mættir voru fengu hressingu bæði fyrir og eftir verkið. Tekið var fyrir svæðið á milli annarrar og þriðju brautar. Var það mál manna að það mætti endurtaka þetta fljótlega á einhverjum þeirra fjölmargra staða sem gjarnan mætti snyrta.
Allir voru sammála um að þessum morgni hefði verið vel varið og til yndisauka í golfinu í sumar.
Dagana 16. og 17. mars mætti hér fjöldi kvenna til að gera vorhreingerningu í skálanum og iðnaðarmenn að ditta að og mála.
Bestu þakkir frá vallarnefnd og húsnefnd GA
Vinnudagur í vor er áætlaður 15. maí, fyrr ef tíðin verður góð :)