Samkvæmt nýrri könnun eru þeir sem spila golf líklegri til að lifa heilbrigðara og lengra lífi en meðalmaðurinn og getur golfið meðal annars komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og minnisleysi.
Í könnuninni, sem birt var í The British Journal of Sports Medicine og náði til um 5000 þátttakenda, voru rannsökuð tengsl milli heilsufars og golfspilunar og kom í ljós hversu hollt er að stunda reglulega hreyfingu, golf í þessu tilviki. Golf hafði jákvæð áhrif á hjartað, æðakerfið, lungun og brennslu líkamans.
Einnig hjálpaði golfið við að vinna á meinum á borð við hjartasjúkdóma, sykursýki 2, krabbameini og fleiri kvillum.
Við vissum svo sem alltaf að golf væri gott fyrir alla, en hér er það endanlega staðfest :)