Þorgrímur Þráinsson hélt í gær skemmtilegan fyrirlestur fyrir keppnishópa GA unglinga.
Fyrirlesturinn fjallaði um andlegu hliðina, bæði í afreksíþróttum og í lífinu sjálfu og hefur Þorgrímur haldið þennan fyrirlestur m.a. fyrir landsliðin okkar í knattspyrnu. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir komuna og frábæran fyrirlestur. Þetta mun án efa nýtast okkar krökkum vel til að ná enn betri árangri og hafa ánægju af því sem þau eru að gera.