Þórir fór holu í höggi á 3.braut „Veðramót“ á Hlíðarendavelli þann 30.júní 2012.
Í gærdag, laugardaginn 30. júní fór Þórir Vilhjálmur Þórisson holu í höggi á 3. braut á Sauðárkróki. Atburðurinn gerðist í Norðurlandsmótaröðinni, en í hollinu með honum voru þeir Víðir Steinar Tómasson (GA) og Hjörtur Geirmundsson (GSS). Höggið kom á 12. holu hringsins sem er 149 metrar og sló hann með 6 járni. Boltinn skoppaði einu sinni á flötinni og hvarf síðan. Upphaflega hélt Þórir að kúlan hefði farið yfir flötina og leitaði því þar að henni. Víðir sagðist hins vegar hafa séð hana fara í holuna og athugaði hvort kúlan væri þar, og reyndist svo vera.
Þetta er í fyrsta skipti sem Þórir fer holu í höggi, og óskum við honum til hamingju með það.