Meðfylgjandi er það sem boðið verður upp á hjá Vídalín Veitingum og ekki skemmir verðið aðeins kr. 2.900.- á mann.
Það þarf að vera búið að skrá sig fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 16. febrúar skráning á netfang GA halla@gagolf.is eða í síma 896 6814/462 2974
Húsið opnar kl 19.30
Matseðill Hangikjöt, Saltkjöt, Súrsaðir Hrútspungar, Sviðasulta ný, Sviðasulta súr, Grísasulta ný, Grísasulta sýrð, Lifrapylsa ný, Blóðmör súr, Harðfiskur, Hákarl, Lundabaggar súrir, Bringukollar súrir, Magáll, Hvalrengi. Meðlæti: Laufabrauð,rúgbrauð,rófustappa,kartöflur,uppstúfur,smjör,rauðkál,salat.
Þorri er nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veisla og að menn hafa gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í Íslendingasögum eða öðrum fornsögnum sem gerast á Íslandi.
Þorrablótin eiga upptök sín að rekja til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, eða að minnsta kosti héldu þeir þorrablót 1873 Þorrablótin lögðust svo af en um miðja tuttugustu öldina var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum Naustinu í Reykjavík, þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur og/eða saltaður. Síðan hefur tíðkast að halda þorrablót einhvern tímann á þorra, oftast á vegum félaga og ýmissa samtaka.