Þá er komið að þriðja kvöldi í Púttmótaröð GA en það er í kvöld.
Púttað er á milli 20-22 í kvöld og er öllum frjálst að mæta - frítt er í púttmótaröðina í ár.
Eftir fyrstu tvö mót eru Lárus og Kara á toppnum á 56 höggum, þar næst koma þrjú lið á 57 höggum. Því er mikil spenna í mótinu í ár.
Leikinn er betri bolti, (betra skorið á holuna telur), tveir saman í liði, sama lið allt mótið.
Leiknar eru 36 holur í hvert skiptið og telja báðir hringirnir
Alls verða 7 dagar (skipti) í undankeppninni og munu 5 bestu dagar (5x36 holur) hvers liðs telja.
Því er vel hægt að koma núna og taka þátt þó þið hafið misst af fyrstu tveimur mótunum því aðeins 5 bestu telja. Einnig er bara hægt að mæta og pútta og hafa gaman :)
Sjáumst í kvöld!