Nú í dag undirrituðu forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar, Knattspyrnfélags Akureyrar og Íþróttafélagsins Þórs undir
samstarfssamning sín á milli.
Samstarfssamningur þessi felur í sér að GA mun annast allt viðhald á knattspyrnuvöllum félaganna næstu fimm árin
(endurskoðunarákvæði er eftir fyrsta árið). Í þessu felst allur sláttur sem og allt annað viðhald á völlunum.
GA hefur undanfarin ári veitt bæði KA og Þór ýmsa ráðgjöf og þjónustu á sviði viðhalds, þannig að
samningurinn er rökrétt framhald af því samstarfi.
Það er von okkar og vissa að þessi samvinna félagana muni skila sér í bættum gæðum og viðhaldi á
íþróttavöllum félaganna. Enn fremur er markmið með samningnum að stuðla að bættri nýtingu á tækjakosti og mannskap
yfir sumartímann.
Þarna leiða saman hesta sína þrjú af stærstu íþróttafélögum Akureyrar og væntum við mikils af samstarfi þessu
á næstu árum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá formenn félaganna, Hrefnu Torfadóttur, Sigmund Ófeigsson og Árna Óðinsson undirrita samstarfssamninginn.