Tumi Hrafn kylfingur ársins

Tumi Hrafn Kúld
Tumi Hrafn Kúld

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fór fram í gær og við það tilefni veitti klúbburinn viðurkenningar.

Tumi Hrafn Kúld var valinn kylfingur ársins.

Tumi Hrafn gerði sér lítið fyrir og sigrað á Eimskipsmótaröð GSÍ í Vestmannaeyjum í september, eftir dramatískan bráðabana.

 Er þetta fyrsti sigur GA félaga á mótaröð þeirra bestu hér á landi í ein 12-13 ár.  

 Hann lét ekki þar við sitja, heldur hafnaði í 7. sæti á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar, aðeins tveimur vikum síðar.

Tumi dvaldi í Bandaríkjunum við æfingar og keppni fyrri hluta sumars og uppskar þar m.a. 11. sæti í Wisconsin State Ameteur meistaramótinu. Tumi hefur verið duglegur að lækka forgjöfina sína í sumar og er kominn í 0,1 í forgjöf og verður væntanlega fljótur að koma forgjöfinni í plús á nýju ári.  Þess má geta að Tumi hefur komist að munnlegu samkomulagi við Marquette háskólann í Bandaríkjunum og mun hefja nám þar haustið 2018.

Óskum við Tuma kærlega til hamingju með frábæran árangur og er það alveg ljóst að við í GA væntum mikils af þessum flotta kylfing á komandi árum. 


Lárus Ingi Antonsson hlaut Háttvísibikarinn.

Lárus Ingi er ungur og efnilegur kylfingur sem sýnt hefur miklar framfarir undanfarin ár.

 Hann sigrað m.a. á sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótröð GSÍ á þessu ári í móti sem fram fór hjá Golfklúbbnum Keili.

 Lárus hefur í senn náð að þróa leik sinn á mjög jákvæðan hátt og í leiðinni sýnt af sér góða háttvísi, heiðarleika og samviskusemi jafnt innan vallar sem utan.

 Hann keppti m.a. annars á sínu fyrsta móti á Eimskipsmótaröðinni núna í haust og stóð sig með mikill prýði, þrátt fyrir að vera einungis 14 ára gamall.  Lárus er einn af okkar allra efnilegustu kylfingum og verður það virkilega gaman að fylgjast með honum á komandi árum.

 Lárus og Sigmundur formaður GA


Jason Wright varð svo Holukeppnismeistari GA árið 2016

Óskum við þeim öllum kærlega til hamingju.