Nýtt keppnistímabíl á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst nú um helgina í Vestmannaeyjum.
Þar gerði hann Tumi okkar sér lítið fyrir og sigraði mótið.
Tumi Hrafn og Hrafn Guðlaugsson úr GSE voru jafnir á -5 samtals eftir 54 holur og fóru þeir í bráðabana um sigurinn á 18. braut. Þar fékk Tumi Hrafn fugl og tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni.
Tumi Hrafn setti niður erfitt pútt á 54. holu fyrir fugli til þess að jafna við Hrafn á lokaholunni og fagnaði hann því pútti gríðarlega – enda var hann í erfiðri stöðu.
Tumi eyddi stórum hluta sumarsins í Bandaríkjunum þar sem hann var virkilega duglegur að æfa og spila eins og sést á skorinu hans í mótinu. Var Tumi eini kylfingurinn sem lék alla þrjá hringina undir pari vallarins.
Óskum við Tuma kærlega til hamingju með sigurinn!